Viltu fasteignasala kynnir fallega 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi í Gullsmára 10, 201 Kópavogur.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Viltu fasteignasala kynnir 3ja herbergja íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi í Gullsmára 10, 201 Kópavogur. Eignin er skráð 86,3 fm að stærð. Komið er inní anddyri, baðherbergi er með þvottaaðstöðu innaf, tvö svefnherbergi, eldhús og stofa eru í opnu rými. Yfirbyggðgar svalir með fallegu útsýni.
Íbúðin getur verið laus við kaupsamning.
Nánari upplýsingar veita Karólína Íris Löggiltur fasteignasali sími 772-6939, Elísabet Kvaran sími 781-2100
Nánari lýsing:
Anddyri: er með rúmgóðum fataskáp. Flísar eru á gólfi.
Baðherbergi: er með sturtuklefa, ljósri innréttingu og salerni. Gólf og veggir eru flísalagðir
Þvottahús: er innaf baðherbergi og er með innréttingu og vaski.
Svefnherbergi I: er með góðum fataskápum, og parket á gólfi.
Svefnherbergi II: er með fataskáp og parket á gólfi.
Eldhús: er með hvítri innréttingu góðu skápaplássi og flísar eru á gólfi.
Svalir: eru yfirbyggðar og rúmgóðar..
Sameign: Sérgeymsla er í sameign ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Lyfta er í húsinu.
Þjónusta er við eldra fólk er í Gullsmára 8 sem er í næsta húsi.
Frábær staðsetning þar sem stutt er í verslanir, íþróttir, leikskóla, skóla og góðar göngu/hjólaleiðir.
Allar nánari upplýsingar veita Karólína Íris löggiltur fasteignasali sími 772-6939, Elísabet Kvaran sími 781-2100
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.