Viltu fasteignir kynna: Glæsilegt 161,1fm endaraðhús á einni hæð með bílskúr innst í botnlanga við Vogatungu 84 í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, þvottahús, eldhús og stofu. Bílskúr með stóru svefnlofti, inn af bílskúr er geymsla. Skemmtilegt skipulag. Mikil lofthæð og innfelld lýsing. Gólfhiti. Steypt bílaplan með hitalögn. Timburverönd úr lerki með heitum og köldum potti, sánu og útisturtu. Fallegt útsýni er frá húsinu. Eignin er skráð 161,1 m2, þar af raðhús 136,3 m2 og bílskúr 24,8 m2.
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Elísabet Kvaran löggiltur fasteignasali í síma 781-2100, [email protected]
Karólína Íris löggiltur fasteignasali í síma 772-6939, [email protected]
Lýsing eiganda:
Forstofa með stórum fataskáp með rennihurðum og lýsingu. Flísar á gólfi.
Eldhús, stofa og borðstofa eru í einu fallegu og björtu rými með gólfsíðum gluggum, með mikilli lofthæð og útgengi út á verönd. Í eldhúsi er hvít sérsmíðuð innrétting með góðum tækjaskáp, gaseldavél,háfur, uppþvottavél og steinplötur. Stór eyja með ofni og fallegri steinplötu. Upphengdir hvítir skápar með sérsmíðaðri eikarplötu. Nýtt parket á gólfi í alrými og öllum svefnherbergjum. Hvítar hurðar í öllu húsinu.
Hjónasvíta með fallegu baðherbergi með baðkari og sturtu, upphengdu salerni með fjarstýringu og skolstút og handklæðaofn. Sérsmíðaðar innréttingar. Opið fatahengi með skúffueiningum.
Svefnherbergi er bjart og rúmgott með stiga upp á parketlagt svefnloft. Opið fatahengi með skúffueiningum
Svefnherbergi er bjart með stórum sérsmíðuðum ljósaspegli. Opið fatahengi með skúffueiningum
Baðherbergi er með nýrri fallegri sérsmíðaðri bambus innréttingu, walk in sturtu, upphengd salerni og handklæðaofn. Dökkar flísar eru á gólfi og hluta veggja og hvítar flísar á veggjum.
Þvottahús er með fallegri grárri innréttingu, borðplötu, handklæðaofn og fataslá. Hér er aðgengi upp á teppalagt geymsluloft með niðurfellanlegum stiga.
Bílskúr flísar á gólfi, grá innrétting með vaski, niðurfellt vinnuborð, háþrýstidæla með slönguhjóli. Stigi með kókósteppi uppá rúmgott svefnloft með parketi. Góð lokuð geymsla innaf bílskúr.
Stór afgirt timburverönd úr lerki, um 200fm með heitum potti, köldu kari, infrarauð sána, útisturtu. Rúmlega 6fm einangruð læst geymsla á palli með rennihurð. Opnanleg hlið á pallinum. Rafmagnstenglar á palli og þakskeggi og Ring myndavél.
Einnig er búið að útbúa snyrtilegt hundagerði með gervigrasi sem er aðgengilegt frá pallinum.
Snyrtilegt steypt sorptunnuskýli sem rúmar allt að 5 tunnur fyrir framan hús. Upphitað bílastæði fyrir allt að 4 bíla. Einnig er hleðslustöð og aðgengi að rafmagni. Gasskápur fyrir eldhús er staðsettur fyrir utan hús.
Góð staðsetning innst í botnlanga og snyrtileg fullfrágengin lóð allt í kring.
Í húsinu er netkerfi í bílskúr sem nær yfir öll herbergi hússins og jafnframt ílagt fyrir hátalarakerfi
Pallur var byggður árið 2018 ásamt heitum potti, útisturtu og kari.
Steypt plan og hitalögn 2019
Infrarauð gufa 2021
Nýtt parket 2024
Endurnýjað baðherbergi 2025
Aukalega eru um 30fm utan skráningar FMR í svefnloftum og háalofti
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.