Viltu fasteignir kynna glæsilegt 110,2 m2 heilsárshús hús ásamt 20 m2 gestahúsi á frábærum stað í Húsafelli.
Í húsinu eru tvö góð svefnherbergi,samliggjandi stofa og eldhús og rúmgott svefnloft þar sem gert er ráð fyrir þriðja svefnherberginu. Húsið er rúmgott og nægt pláss er fyrir stórfjölskylduna.
Húsið stendur innarlega á 1.400 m2 eignarlóð í útjaðri sumarhúsabyggðar og því mjög gott næði og stutt í ósnortna náttúru og gott berjaland.
Heitt og kalt vatn, rafmagn og heitur pottur.
Á Sölusíða eignarinnar getur þú nálgast sölyfirlit og önnur gögn um eignina.
Einnig er hægt að gera tilboð í eignina á sölusíðunni.
Neðri hæð:
Komið er inn í rúmgott anddyri sem er opið inn í alrými neðri hæðar. Hæðin er öll flísalögð með vönduðum náttúrusteini og með gólfhita.
Tvö björt og góð svefnherbergi.
Stofa/borðstofa í opnu og björtu rými með aukinni lofthæð. Hægt að ganga beint út á verönd úr rýminu.
Eldhús er beint út frá alrými. Vönduð innrétting með uppþvottavél, innbyggðum ísskáp og frysti. Góður skagi sem hægt er að sitja við. Frá eldhúsi er hægt að ganga beint út á verönd.
Baðherbergi er rúmgott með "labb-inn" sturtu, vandaðri innréttingu, upphengdur salerni, handklæðaofni og tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Hurð út á verönd og því auðvelt aðgengi í heita pottinn frá baðherberginu.
Efri hæð:
Yfir hluta hússins er gott loft sem í dag nýtist bæði sem sjónvarpsrými og sem svefnloft. Lofthæð undir mæni 220cm. Viðarparket á gólfi og gluggar til 3ja átta.
Gestahús:
20 m2 gestahús sem skiptist í gott alrými og baðherbergi með upphengdu salerni og flísalögðu sturtuhorni. Náttúruflísar eru á gólfi gestahússins. Rýmið er hitað með hitaveituofni.
Auk þess er í gestahúsinu upphituð geymsla og lagnarými.
Fasteignagjöld kr. 289.611 (2025)
Hitaveita ca. kr. 20.000 pr. mán
Rafmagn ca. kr 10.000 pr mánuð
Húsafell er meðal fjölsóttustu ferðamannastaða hér á landi, enda einstök náttúruperla í stórkostlegu landslagi. Veðursældin, skógurinn, heitar laugar og sú aðstaða og þjónusta fyrir ferðamenn, sem þar hefur verið komið upp á undanförnum árum, laðar til sín fjölda ferðamanna og dvalargesta á hverju ári.
Hótel, golfvöllur, sundlaug (tekin í gegn 2022/2023) og bistró í göngufæri. Nýtt og glæsilegt gönguleiðakort með merktum gönguleiðum.
Fjarlægð frá Reykjavík er 130 kílómetrar. Öll helsta þjónusta er á staðnum, hótel, veitingastaður, strandblakvöllur, sundlaug og þjónustumiðstöð. Á svæðinu eru sérlega fallegar gönguleiðir og stutt í náttúruperlur eins og Langjökul, Arnarvatnsheiði, Barnafossa og einnig er á staðnum 9 holu glæsilegur golfvöllur. Á sumrin er kvöldskemmtun með varðeld og lifandi tónlist á laugardagskvöldum. Á svæðinu er glæsilegt tjaldstæði með aðgangi að sturtum, salerni, þvottahúsi og rafmagni. Húsafell er paradís fyrir sumarbústaðaeigendur jafn á sumrin og veturnar. Stutt upp á jökul, góðar gönguleiðir, sundlaug, golfvöllur, veitingarstaður, verslun o.fl.
Hægt er að skoða vefsíðu Húsafells á http://www.husafell.is, þar eru upplýsingar um svæðið.
Nánari upplýsingar gefur Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í 845-9000 eða [email protected]
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið. - Ekkert vesen
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.