Viltu fasteignir kynna vel skipulagt 205m2 raðhús á tveimur hæðum við Björtuhlíð 21, 270 Mosfellsbæ.
Á sölusíðu eignarinnar er hægt að nálgast söluyfirlit og önnur sölugögn eignarinnar
Seljendur skoða að taka eign upp að 100 milljónum uppí.
Bjartahlíð 21 er fallegt 205m2 raðhús á frábærum stað í Hlíðunum í Mosfellsbæ. 4 svefnherbergi, bílskúr og garður bæði í suður og norður. Hluti efri hæðar er undir súð og því eru nýtanlegir fermetrar fleiri en uppgefnir.
Nánari lýsing:
1.hæð
Forstofa: Flísalögð með góðum skáp.
Borðstofa/stofa: Bjart og rúmgott rými með gluggum til suðurs og útgengi á sólpall til suðurs. Mjög mikil lofthæð í hluta rýmisins. Parket á gólfi.
Eldhús: Rúmgott og bjart með góðri sprautulakkaðri u-laga innréttingu. Borðkrókur við glugga. Vínilflísar á gólfi.
Baðherbergi: Mjög rúmgott og flísalagt í hólf og gólf. Baðkar og sturtuhorn. Upphengt salerni og handklæðaofn.
Hjónaherbergi: Gott herbergi með gluggum til norðurs. Parket á gólfi. Úr herberginu er hægt að ganga út í norður garðinn. Þar er fullkomið til að koma fyrir potti og gufu!
Herbergi: Nett herbergi sem hentar fullkomlega fyrir barn eða sem heimaskrifstofa. Parket á gólfi.
Þvottahús: Gott þvottahús með innréttingu. Pláss fyrir þvottavél og þurrkara hlið við hlið í hæð í innréttingunni. Flísar á gólfi.
Bílskúr: Í dag nýttur að hluta sem herbergi en lítið mál að breyta til baka. Gott milliloft. Bílskúrinn er 25m2
2.hæð.
Gengið er til 2. hæðar um stiga frá stofu.
Alrými: Frá stiga er komið í alrými sem er að hluta opið niður í stofu neðri hæðar. Mjög rúmgott og nýtist vel bæði fyrir sjónvarpsherbergi og fyrir heimaskrifstofu. Möguleiki er að breyta skipulagi og búa til 5. svefnherbergið þarna. Plastparket á gólfi
Svefnherbergi I: Stórt og gott herbergi með pláss fyrir bæði svefnhluta og litla setustofu. Þakgluggi. Plastparket á gólfi.
Svefnherbergi II: Einnig rúmgott með nægu plássi og þakglugga. Plastparket á gólfi.
Lóð/garður: Til suðurs er sólpallur og steypt bílaplan með snjóbræðslu. Norðan við hús er grasflöt.
Frábært tækifæri til að eignast sérbýli með 4-5 svefnherbergi og suðurgarði í grónu og vinsælu hverfi í Mosfellsbæ. Örstutt í skóla, sundlaug, World Class, verslanir og þjónustu. Falleg eign í botnalanga í friðsælli götu.
Nánari upplýsingar veitir Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í 845-9000 eða [email protected] / Viltu fasteignir í 5835000 eða [email protected]
Nánari upplýsingar í síma 583-5000 eða [email protected]
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun frá 995.000 kr. m.vsk
Allt innifalið.
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.