Viltu kynnir fallega 3.herbergja íbúð á efstu hæð í 7 hæða lyftuhúsi að Blikahólum með stórkostlegu útsýni yfir Reykjavík og víðar. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, baðherbergi, eldhús, hol, stofu og rúmgóðar svalir. Einnig fylgir geymsla í kjallara auk bílskúrs með hita og rafmagni. Samkvæmt FMR eignin skráð 116,6 m2 og er íbúðarhlutinn skráður 93,9 m2 þar af er geymsla 6,2 m2. Bílskúrinn er 22,7 m2. Fasteignamat 2026 verður 69.450.000 kr
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Elísabet Kvaran löggiltur fasteignasali í síma 781-2100, [email protected]
Karólína Íris löggiltur fasteignasali í síma 772-6939, [email protected]
Nánari lýsing
Forstofu hol með fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús er með fallegri hvítri innréttingu, ofn í vinnhæð, gert er ráð fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Góður borðkrókur og fallegt útsýni úr glugga. Parket á gólfi.
Stofa er með parketi á gólfi og rúmgóðum svölum til norð-vestur með stórkostlegu útsýni yfir borgina.
Svefnherbergin eru tvö með parketi á gólfi og stór og góður fataskápur er í öðru þeirra. Útsýni til Heiðmerkur og Bláfjalla.
Gangur er parket lagður með stórum skáp.
Baðherbergi er með hvítri innréttingu og speglaskáp með innbyggðu ljósi. Upphengt salerni , walk in sturta, handhlæðaofn. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara. Flísarlagt í hólf og gólf.
Geymsla í kjallara með hillum. Hjóla- og vagnageymsla og sameiginlegt þvottahús.
Bílskúrinn er 25,1 m2 með rafmagni og hita.
Stutt í alla þjónustu s.s. strætó, verslanir, sundlaug, menningarmiðstöðina Gerðubergi og heilsugæslu. Góðar gönguleiðir og örstutt í Elliðaárdalinn.
Endurbætur á íbúðinni:
*Allar innréttingar, fataskápar og innihurðar
*Gólfefni, ofnar og rafmagn
*Eldhúsinnrétting, tæki í eldhúsi og allt á baðherbergi
Framkvæmdir utan hús:
* Búið að endurnýja glugga á austurhlið
* Búið er að klæða austurhliðina,
* Nýleg lyfta er í húsinu 2023
* Nýlega voru teppi endurnýjuð á stigagangi.
* þakið er metið í góðu ástandi
* Múrviðgerðir og málun að utan 2025
* skipta um glugga sem þarf
* Aðrir gluggar yfirfarnir og málaðir
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.