Viltu fasteignir kynna mikið endurnýjað 168,7 fm parhús við Akurgerði 38, 108 Reykjavík,
Á sölusíðu eignarinnar er hægt að nálgast söluyfirlit og önnur sölugögn eignarinnar
Akurgerði 38 er mikið endurnýjað 168,7 fm parhús á frábærum stað í Gerðunum. 4 svefnherbergi, glæsilegur suður garður og möguleiki á aukaíbúð.
Húsið hefur verið mikið endurgert síðustu ár s.s. 19 fermetra viðbygging við borðstofu, sérsmíðað eldhús og lóð tekin i gegn. Allar breytingar á húsinu voru hannaðar af A2F Studio. Einnig voru byggðar geymslur austan megin við húsið sem ekki eru inni í fermetrafjölda hússins. Tveir inngangar eru í húsið.
Akurgerði 38 er skráð 168,7 m2 hjá HMS:
Fateignamat 2026 er kr. 118.300.000
Nánari lýsing:
1.hæð
Parketlögð að mestu og gólfhiti
Forstofa: Flísalögð með góðum skáp.
Gestasnyrting: Flísalögð í hólf og gólf. Algjörlega endurgerð árið 2009. Gólflýsing. gólfhiti og upphengt salerni.
Eldhús: Sérsmíðuð eldhúsinnrétting, steinn á borðum, gaseldavél frá Smeg. Innbyggð Miele uppþvottavél og innbyggður Liebherr ísskapur með klakavél. Blástursofn og combiofn. Stór vaskur með kvörn. Eldhúsið var endurnýjað árið 2015.
Borðstofa/stofa: Bjart og rúmgott rými með gólfsíðum gluggum og tveimur hurðum út í fallegan garð. Innbyggð lýsing og innbyggðar hillur.
2.hæð.
Svefnherbergi I: Bjart með tveimur gluggum, annar opnast að fullu og nýtist sem flóttaleið. Góður skápur, nýlegt vínylparket á gólfi.
Svefnherbergi II: Með fataskáp, nýlegt vínylparket á gólfi.
Svefnherbergi III: innbyggt skrifborð og hillur. Nýlegt vinylparket á gólfi.
Baðherbergi: Algjörlega endurnýjað árið 2009 með gæða tækjum, flísalagt, gólflýsing. Gott skápapláss og baðkar með sturtuaðstöðu.
Vinnurými: Útbúið hefur verið vinnurými við enda á gangi.
Jarðhæð:
Auka inngangur í húsið af jarðhæð og köld útigeymsla við innganginn.
Forstofa/hol: Gengið inn í flísalagt rými
Sjónvarpsherbergi/svefnherbergi: Með parketi á gólfi.
Þvottahús: Flísalagt með sturtu og fataskáp og rými fyrir frystiskáp.
Geymsla: Með litlum glugga og hitastýringum hússins.
Lóð/garður: Endurnýjuð lóð og garður með hita/snjóbræðslu í allri stétt. Góðar geymslur voru smíðaðar árið 2015 við austurenda hússins. Útieldhús og einkastæði við húsið.
Endurbætur:
2023: Vínylparket lagt á öll svefnherbergi á efstu hæð. Útieldhús sett í garð og útbúið bílastæði við húsið.
Árið 2020: Fráveiturör og skolplagnir endurnýjaðar í bílaplani og út í götu frá öllum húsunum 34-40.
Árin 2014 - 2016:
Miklar breytingar voru gerðar á húsinu á þessum árum sem teiknaðar voru árið 2014.
Vatnslagnir voru mikið endurnýjaðar í tengslum við endurbætur og breytingar 2014-2016. Þar sem því var við komið var gömlum lögnum „slaufað“ og nýjar lagnir settir í staðinn.
Raflagnir voru mikið endurnýjaðar í tengslum við endurbætur og viðhald 2014-2016. Endurnýjun og yfirferð í rafmagnstöfluskáp í kjallara. Löggiltir rafverktakar.
Ný eldhúsinnrétting sérsmíðuð og sett upp. Ný eldhústæki. Frárennsli frá vaski var endurnýjað. Parket lagt í eldhúsi, borðstofu, setustofu og gangi.
Fremri austurgluggi í eldhúsi og austurgluggi í svefnherbergi á annarri hæð endurnýjaðir.
Ýmsar framkvæmdir við hús, geymslur, stétt og lóð.
Bætt var við nýjum glugga í austurátt í svefnherbergi. Mikið opnanlegur þannig að um flóttaleið er að ræða
Árið 2010: Járn, rennur o.fl. á þaki endurnýjað. Strompur fjarlægður.
Árið 2009: Búið til (ný) gestasnyrting á 1. hæð og skilið á milli þess rýmis og forstofu. Skápur settur í forstofu.
Baðherbergi á 2. hæð alfarið endurnýjað með skápum, vaski, salerni, baðkari o.fl.
Nýjar skólplagnir voru settar upp út frá WC/baðherbergjum.
Gólf í forstofu og salerni á jarðhæð flísalagt. Veggir og gólf baðherbergja flísalagt.
Árið 2007: Skipt um gler í flestum gluggum hússins. Sumstaðar voru botnar/sökklar glugganna endurnýjaðir.
Árin 2002 - 2005: Þakgluggi settur í stigagang og skorið úr vegg til að auka birtu. Stigi paketlagður af milli 1. og 2. hæðar.
Þvottahús flísalagt og sturtuaðstaða sett upp.
Vinnurými útbúið á annarri hæð.
Frábært tækifæri til að eignast mikið endurnýjað sérbýli á frábærum stað með einkastæði og suðurgarði.
Nánari upplýsingar veitir Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í 845-9000 eða [email protected] / Viltu fasteignir í 5835000 eða [email protected]
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið. - Ekkert vesen
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.