Viltu kynnir Björt og endurnýjuð 2ja herbergja íbúð í kjallara við Víðimel 46. Eignin er skráð 49,2 fm. Skiptist í anddyri, stofu, svefnherbergi, baðherbergi, fallegt eldhús, geymslu og sameiginlegt þvottahús. Falleg og vel skipulögð eign á góðum stað í vesturbænum. Mjög góð fyrsta eign.
fjölbýlishús í 107, Reykjavíkurborg
Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Allar nánari upplýsingar veita:
Elísabet Kvaran löggiltur fasteignasali í síma 781-2100, [email protected]
Karólína Íris löggiltur fasteignasali í síma 772-6939, [email protected]
LÝSING:
Hol/ forstofa: Með fatahengi, parket á gólfi.
Eldhús: Nýleg og vönduð eldhúsinnrétting, uppþvottavél og innbyggður ísskápur, parket á gólfi.
Stofa: Rúmgóð og björt með gluggum á tvo vegu, parkert á gólfi.
Baðherbergi: Mikið endurnýjað, flísar á gólfum, með innréttingu, stórum skáp og flísalagðri sturtu með þrískiptri sturtuhurð.
Svefnherbergi: Rúmgott með fataskápum, parket á gólfi.
Harðparket: Er á gólfum.
Geymsla: Er við hlið íbúðar.
Útigeymsla: Sameiginleg
Þvottahús: Sameiginlegt á hæðinni.
Göngufæri í miðbæinn, háskólann, sundlaug vesturbæjar og Melabúðina.
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.