Viltu fasteignir kynna fallega og talsvert endurnýjaða 4ra herbergja sérhæð ásamt bílskúr/vinnustofu í glæsilegu 4ra íbúða fjölbýli við Bólstaðarhlíð 30 í Reykjavík.
Eigendur skoða uppítöku á minni/ódýrari 2-3 svefnherbergja eign í póstnúmerum 105, 101 og 108.
Á sölusíðu eignarinnar er hægt að nálgast söluyfirlit ásamt öðrum sölugögnum eignarinnar.
Einnig er hægt að vakta eignina og gera tilboð í hana.
Eignin er skráð samtals 135,4 m² og skiptist í íbúð 101m², geymslu 4,4 m² og bílkskúr/vinnustofu 30,0 m²
Íbúðin samanstendur af þremur góðum svefnherbergjum, alrými (eldhús/stofa/borðstofa), holi og baðherbergi. Geymsla og sameiginlegt þvottahús eru á jarðhæð. Bílskúr er í dag notaður sem vinnustofa. Húsið stendur við botnlangagötu með nægum bílastæðum.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Að utan er gengið um sérinngang í góða flísalagða forstofu. Þaðan er gengið beint inn í íbúð eða til vinstri um dyr niður í sameign.
Hol: Gengið inn í opið og rúmgott miðrými sem leiðir inn í allar vistarverur og alrými. Þar er góður, innbyggður skápur. Hurðir voru endurnýjaðar fyrir 10 árum siðan og fallegt planka harðparket er á allri íbúðinni fyrir utan forstofu og baðherbergi.
Alrými (Eldhús/Stofa og borðstofa): Allt endurnýjað 2021. Opið og bjart rými með útgengi út á suður svalir. Stílhrein innrétting frá Kvik með endurnýjuðum heimilistækjum, Smeg vaski og blöndunartækjum. innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Eyja sem ekki er föst í gólf og auðvelt væri að stækka.
Hjónaherbergi: Rúmgott og bjart með parketi á gólfi og lausum fataskáp. Tveir gluggar.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með parketi á gólfi, þetta herbergi var upphaflega eldhús sem nú er búið að færa í alrýmið. Þar er nýr ofn 2024.Tveir gluggar.
Svefnherbergi II: Rúmgott herbergi með parket á gólfi. Tveir gluggar.
Baðherbergi: Flísalegt í hólf og gólf. Baðkar með sturtuaðstöðu. Nettur vaskaskápur. Gluggi.
Þvottahús: Er sameiginlegt á jarðhæð.
Geymsla: Sér geymsla (4,4 m²) í sameign á jarðhæð.
BÍlskúr: Eigninni fylgir rúmgóður 30 m² sérstæður bílskúr sem er í dag notaður sem vinnustofa. Bílskurinn var múraður og málaður að utan 2023. Þar er nýleg innrétting og góðir gluggar til suð-austurs. Bílastæði fyrir framan bílskúr tilheyrir. Heitt og kalt vatn, nýjir ofnar og búið að leggja fyrir vaski. Búið er að leggja klóakrör að skúrnum og því möguleiki að koma þar fyrir salerni/baðherbergi. Auðvelt að breyta í auka íbúð. Lagnir í jörðu fyrir rafmagn og heitt og kalt vatn voru endurnýjaðar 2022 og lagt auka rör fyrir rafhleðslustöð.
Garður: Stór og fallega gróin sameiginlegur garður til suðurs með rúmgóðum sólpalli sem er aftan við húsið.
Viðhald innan og utan á undanförnum árum:
Nýleg rafmagnstafla fyrir allt húsið. Hitakerfi fyrir húsið yfirfarið 2026 og skipt um þrýstijafnara. Skipt um þrýstijafnara fyrir bílskúr 2024. Rafmagn í íbúð yfirfarið 2021 og skipt um allar innstungur og rofa, settir þrýstirofar í flest rými og Shelly dimmer. Allir gluggar innan íbúðar voru málaðir 2025. Skipt var um öll thermostat á ofnum 2022.
2019 - Húsið steypuviðgert, málað og skipt um allar rennur.
Íbúðin er vel staðsett í þessu vinsæla hverfi í miðsvæðis í borginni og í mjög þægilegu göngufæri við skóla, verslanir, þjónustu, Sundhöll Reykjavíkur og útivistarsvæði á Klambratúni og við Öskjuhlíð. Mjög gott aðgengi út á helstu umferðaræðar og stutt í almenningssamgöngur með strætótengingar við öll hverfi höfuðborgarsvæðisins.
Nánari upplýsingar veitur Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali í 845-9000 eða [email protected]
Einnig er hægt að hafa beint samband við Viltu fasteignir í síma 583-5000 eða [email protected]
Nánari upplýsingar í síma 583-5000 eða [email protected]
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið.
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.